
Beltone Envision
Minnstu heyrnartæki í heimi sem byggja á gervigreind.
Beltone Envision™ heyrnartækin umbreyta hávaða lífsins í hreinan skýrleika. Tæknin á bakvið Beltone Envision byggir á gervigreind sem gerir þér kleift að heyra áreynslulaust og auðveldar þér að taka þátt í samræðum.
Upplifðu náttúruleg hljóð með snjallri tækni
Tækni Beltone Envision heyrnartækjanna styrkir náttúrulega hæfni mannsheilans til að heyra. Þau auka skýrleika í hávaðasömum aðstæðum og svkerpa tengingu þína við hljóð.
Einbeittu þér að tali og minnkaðu truflanir
Envision heyrnartækin frá Beltone auðvelda þér að slaka á, hlusta og taka þátt í samræðum. Þú heyrir áreynslulaust og upplifir hljóðheiminn á tæran hátt.
Hönnuð fyrir þægindi og áreiðanleika
Beltone Envision heyrnartækin sitja þægilega í eyrunum og skila ánægjulegri upplifun í gegnum daginn, hverjar sem aðstæðurnar eru. Veldu minnstu heyrnartæki í heimi sem byggja á gervigreind, bæði endurhlaðanleg og með rafhlöðum sem hægt er að skipta um.
Skýrasta Bluetooth® upplifunin sem til er
Beltone Envision eru gerð fyrir Bluetooth Low Energy (LE). Auracast™ er útsendingartækni sem gerir fólki kleift að tengjast þráðlaust við snjalltæki sem hafa Bluetooth Low Energy. Það þýðir einfaldlega að Beltone Envision heyrnartækin eru tilbúin fyrir tækni morgundagsins.