Nýtt tæki frá Beltone
Image

Beltone Envision

Minnstu heyrnartæki í heimi sem byggja á gervigreind.


Beltone Envision™ heyrnartækin umbreyta hávaða lífsins í hreinan skýrleika. Tæknin á bakvið Beltone Envision byggir á gervigreind sem gerir þér kleift að heyra áreynslulaust og auðveldar þér að taka þátt í samræðum.


Upplifðu náttúruleg hljóð með snjallri tækni

Tækni Beltone Envision heyrnartækjanna styrkir náttúrulega hæfni mannsheilans til að heyra. Þau auka skýrleika í hávaðasömum aðstæðum og svkerpa tengingu þína við hljóð.


Einbeittu þér að tali og minnkaðu truflanir

Envision heyrnartækin frá Beltone auðvelda þér að slaka á, hlusta og taka þátt í samræðum. Þú heyrir áreynslulaust og upplifir hljóðheiminn á tæran hátt.


Hönnuð fyrir þægindi og áreiðanleika

Beltone Envision heyrnartækin sitja þægilega í eyrunum og skila ánægjulegri upplifun í gegnum daginn, hverjar sem aðstæðurnar eru. Veldu minnstu heyrnartæki í heimi sem byggja á gervigreind, bæði endurhlaðanleg og með rafhlöðum sem hægt er að skipta um.


Skýrasta Bluetooth® upplifunin sem til er

Beltone Envision eru gerð fyrir Bluetooth Low Energy (LE). Auracast™ er útsendingartækni sem gerir fólki kleift að tengjast þráðlaust við snjalltæki sem hafa Bluetooth Low Energy. Það þýðir einfaldlega að Beltone Envision heyrnartækin eru tilbúin fyrir tækni morgundagsins.


Fáðu heyrnartæki lánuð til prufu

Það getur verið stór ákvörðun að fá sér heyrnartæki. Við gerum okkur grein fyrir því og þess vegna lánum við þér heyrnartæki í nokkra daga svo þú eigir auðveldara með að gera upp hug þinn. Settu þig í samband við okkur í síma 568 7777 eða sendu okkur póst með því að smella hér og fáðu heyrnartæki lánuð til prufu.

Tímapantanir

Heyrnarstöðin | Kringlunni 4-12 |. Sími 568 7777 | heyra@heyra.is | Tímapantanir virka daga frá kl. 9-17

Search

+880 322448500 Beverly Boulevard Los Angeles