Allt um heyrnartæki
Image

Allt sem þú vildir vita um heyrnartæki

– en þverskallaðist að spyrja um.

Þó þú sért að lesa þetta þýðir það ekki að þú þurfir að nota heyrnartæki. Eitthvað hefur þó vakið áhuga þinn. Ef til vill hefur heyrnin versnað hjá þér með árunum og þú ert að velta þessu fyrir þér. Kannski finnst einhverjum í fjölskyldunni að þú sért farinn að heyra illa þó þú sért engan veginn sammála. Ertu hugsanlega bara að forvitnast?

Gefðu þér tíma í nokkrar mínútur og lestu áfram. Þú gætir orðið einhverju nær.


Ég heyri ágætlega, fólk talar bara svo óskýrt.

Auðvitað talar fólk oft óskýrt, en ef allir sem þú umgengst eru farnir að tala óskýrt er kominn tími til að skoða málin. Ef þér finnst þetta eiga við þig taktu þá smá próf núna. Slappaðu af, það sér enginn svörin, þú prófar bara sjálfan þig og gefur sjálfur einkunnina.

• Fólk sem kemur í heimsókn talar um hvað sjónvarpið sé hátt stillt.
• Þú þarft oft að biðja fólk að endurtaka eða þú treystir á einhvern annan sem segir þér hvað fólk var að segja.
• Þú finnur jafnvel fyrir óöryggi þegar hann/hún er ekki viðstaddur.
• Þú átt efitt með að skilja það sem sagt er við þig í síma og reynir jafnvel að losna úr símanum sem fyrst.
• Þú ert farinn að taka minni þátt í samræðum, jafnvel þegar fjölskyldan og góðir vinir eiga í hlut.
• Þú reynir eftir mætti að lesa í svipbrigði og horfa á varir fólks til að fylla inn í eyðurnar.
• Þú ert farinn að draga úr samskiptum við fjölskyldu og vini.
• Þú verður pirraður út í fólk þegar þú skilur ekki hvað það segir. Þú verður jafnvel dapur eða þungur í skapi.

Þetta er ekki vísindalegt próf, bara upptalning á því helsta sem hrellir þá sem byrjaðir eru að tapa heyrn. Ef þetta á við um þig í nokkrum tilvikum er trúlega kominn tími til að fara í heyrnarmælingu til þess að sjá hvar þú stendur.


Allir tapa heyrn fyrr eða síðar, það er eðlilegt.

Það er í raun mun algengara en tölur sérfræðinga benda til því fjöldi fólks viðurkennir ekki að neitt sé að. Ef fólk leitar sér ekki hjálpar þá getur heyrnartap haft neikvæð áhrif á sambönd, vinnu og sjálfsálit. Það er algjör óþarfi að fara þá leið því heyrnarmæling er ekkert erfiðari eða óþægilegri en sjónmæling. Og ef þú skyldir nú þurfa heyrnartæki, hvað með það? Er það eitthvað skammarlegra heldur en að nota gleraugu? Af hverju ekki að fá aðstoð við að heyra betur ef þess þarf.


Frænka mín getur ekki notað heyrnartæki.
Hvernig veit ég að þau gagnist mér?

Með nokkrum einföldum prófunum getur heyrnarfræðingurinn sagt þér hversu mikilli heyrn þú hefur tapað, hvers konar heyrnarleysi hrjáir þig og hvort heyrnartæki muni gagnast þér eða ekki. Matinu fylgja engar kvaðir. Heyrnarfræðingurinn getur ráðlagt þér hvers konar heyrnartæki muni henta þér best, en þar er um margt að velja bæði mismunandi stærð, styrk og verð.


Til athugunar fyrir nýja heyrnartækjaeigendur.

• Það tekur tíma að venjast heyrnartækjum. Flestum reynist best að nota þau stutt í einu, jafnvel ekki nema í 15 mínútur og lengja svo tímann smám saman.

Þetta er ekki ólíkt því þegar fólk er að venjast því að nota augnlinsur. Heyrnarfræðingurinn semur gjarnan áætlun sem ætla má að henti hinum nýja notanda.

• Mörg vandamál eru auðleyst með því að fínstilla tækið á staðnum, en ef tækið er bilað er oftast hægt að laga það innan þriggja daga.

• Í dag eru í boði svo margar og mismunandi gerðir heyrnartækja að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi. Stundum þarf að þreifa sig áfram í samvinnu við heyrnarfræðinginn til að finna hvað best hentar.


Kannski þarf ég heyrnartæki.
En get ég ekki sleppt því að nota það?

Auðvitað geturðu sleppt því. En af hverju ættirðu að gera það? Af hverju ekki að laga það sem svo auðvelt er að laga? Þú getur sleppt því að nota heyrnartæki, en ímyndaðu þér hvað lífið verður mikið léttara með því að nota það.

Tímapantanir

Heyrnarstöðin | Kringlunni 4-12 |. Sími 568 7777 | heyra@heyra.is | Tímapantanir virka daga frá kl. 9-17

Search

+880 322448500 Beverly Boulevard Los Angeles