Réttur neytenda
Heyrnartæki kosta frá 93.000 kr. til 244.500 kr. Sjúkratryggingar Íslands greiða 60.000 kr. í hverju heyrnartæki að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stéttarfélög taka einnig þátt í kostnaði við heyrnartæki félagsmanna. Að auki er hægt að fá uppbót á lífeyri hjá Tryggingastofnun ef tekjur eru 261.772 kr. á mánuði fyrir skatta og/eða ef eignir í peningum og verðbréfum eru undir 4 milljónum eða 8 milljónum hjá hjónum eða sambúðarfólki.
Nánari upplýsingar um þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði heyrnartækja