Heyrnartæki
Við leggjum metnað okkar í að vera ávallt með það nýjasta úr heimi heyrnartækja á boðstólum. Úrvalið er í takt við þann fjölbreytta hóp viðskiptavina sem Heyrnarstöðin hefur þjónað um árabil. Komdu í heimsókn og fáðu aðstoð sérfræðings við val á heyrnartækjum fyrir þig.
Heyrnartæki koma í þremur verðflokkum:
1) Fyrir kyrrlátt umhverfi. Verð frá 33.000 kr. til 67.000 kr.
2) Fyrir breytilegt umhverfi. Verð frá 98.000 kr. til 129.000 kr.
3) Fyrir krefjandi umhverfi. Verð frá 163.000 kr. til 185.500 kr.
Tækin fást bæði með hefðbundnum og hlaðanlegum rafhlöðum.
Sjúkratryggingar Íslands greiða 60.000 kr. í hverju tæki og hafa þær verið dregnar frá verðinu.
Réttur neytenda
Sjúkratryggingar Íslands greiða 60.000 kr. í hverju heyrnartæki að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stéttarfélög taka einnig þátt í kostnaði við heyrnartæki félagsmanna. Að auki er hægt að fá uppbót á lífeyri hjá Tryggingastofnun ef tekjur eru 261.772 kr. eða lægri á mánuði fyrir skatta og/eða ef eignir í peningum og verðbréfum eru undir 4 milljónum eða 8 milljónum hjá hjónum eða sambúðarfólki.
Fáðu heyrnartæki lánað til prufu
Það getur verið stór ákvörðun að fá sér heyrnartæki. Þess vegna lánum við þér heyrnartæki í nokkra daga svo þú eigir auðveldara með að gera upp hug þinn. Pantaðu tíma í síma 568 7777 eða hér á síðunni og fáðu heyrnartæki lánað til prufu.